Störf í boði


Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Bókhald og uppgjör


Alþjóðlegt fyrirtæki í byggingariðnaði leitar að reyndum bókara og uppgjörsaðila. Skrifstofa fyrirtækisins er í Kópavogi.

Umsóknarfrestur til og með 25. febrúar 2019

Framsækinn sölustjóri


Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er í góðum rekstri og hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Þjónusta fyrirtækisins er skipulögð og rekin á grundvelli gilda Hreint sem eru samvinna, traust, frumkvæði og fyrirmynd. Ein af megináherslum í rekstri liggur í gagnkvæmum, ánægjulegum og hvetjandi samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk. Allt frá júní 2010 hefur þjónusta Hreint á sviði reglulegra ræstinga verið vottuð með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum.

 

Framsækinn sölustjóri

Hreint ehf. óskar eftir að ráða til sín sölustjóra með brennandi áhuga á sölu og þjónustu.  Sölustjóri situr í framkvæmdaráði fyrirtækisins og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sölusviðs. 

Umsóknarfrestur til og með 20. febrúar 2019

Sölumaður á fyrirtækjamarkaði - Bauhaus


Fyrirtækjaþjónusta Bauhaus á Íslandi óskar eftir öflugum söluráðgjafa.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í líflegu starfsumhverfi. Felur starfið m.a. í sér sölu á þeim fjölmörgu vöruflokkum sem Bauhaus hefur að bjóða upp á.

 

Umsóknarfrestur til og með 24. febrúar 2019

Bókhald


Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.