Störf í boði


Framkvæmdastjóri mannauðssviðs - Arctic Adventures


Arctic Adventures er stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins með starfsstöðvar vítt og breitt um landið. Arctic Adventures hefur vaxið mikið á síðustu árum og því leitum við að öflugum leiðtoga til að halda utan um öll mannauðsmál fyrirtækisins. Við viljum orkumikinn og þjónustulipran aðila með brennandi áhuga á ferðaþjónustu og getu til að byggja upp sterka liðsheild. Framkvæmdastjóri situr í framkvæmdastjórn og heyrir starfið beint undir forstjóra fyrirtækisins.

Umsóknarfrestur til og með 4. júlí 2017

Bókari


Fyrirtæki sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavík og starfar í ferðaþjónustu óskar eftir að ráða til sín öflugan bókara með reynslu.

Umsóknarfrestur til og með 27. júní 2017

Sérfræðingur - Virðing


Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Grundvallaratriði í starfsemi Virðingar eru langtíma-árangur og virðing fyrir einstaklingum, samfélagi og umhverfi.

Umsóknarfrestur til og með 4. júlí 2017

Móttökuritari - Ökuskólinn í Mjódd


Ökuskólinn í Mjódd óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku.

Vinnutími er 9-17 eða samkv. nánara samkomulagi

Umsóknarfrestur til og með 28. júní 2017

Starfsmaður í móttöku - SP tannréttingar


SP tannréttingar í Mjóddinni óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 27. júní 2017

Rafmagnshönnuður - Héðinn


Héðinn hf. óskar eftir að ráða rafmangshönnuð til starfa. Verkefnin snúa aðallega að eigin vörum fyrirtækisins en einnig sérverkefnum fyrir viðskiptavini.  Viðskipavinir fyrirtækisins eru á Íslandi og erlendis og getur því fylgt starfinu ferðalög við uppsetningar og ráðgjöf.

Umsóknarfrestur til og með 26. júní 2017

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.