Störf í boði


Skrifstofustarf - Ökuskóli 3


Ökuskóli 3 ehf. óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sína að Álfhellu í Hafnarfirði. Starfshlutfall ca. 80%.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2017

Sölustjóri - Iðnvélar


Iðnvélar ehf óska eftir að ráða til sín öflugan sölustjóra til að starfa í hröðu og krefjandi starfsumhverfi hjá ört vaxandi fyrirtæki.

Umsóknarfrestur til og með 29. maí 2017

Skrifstofustjóri - Bakaríið Kornið


Við leitum að jákvæðum og ábyrgðarfullum skrifstofustjóra til að sjá um daglegan rekstur skrifstofu Kornsins.

Umsóknarfrestur til og með 23. maí 2017

Skrifstofustarf - Þjónustufyrirtæki


Öflugt þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu, um nýtt starf er að ræða og verður starfshlutfall á bilinu 70-80%.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2017

Bókari - Byggingafyrirtæki


Stórt byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða bókara í fullt starf.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2017

Sumarafleysingar í þjónustudeild - Félagsbústaðir


Starfsmaður óskast í sumarafleysingar hjá Félagsbústöðum hf.  Um er að ræða starf í þjónustudeild. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið grunnnámi í félagsráðgjöf eða sambærilegu námi. Þarf að vera lipur í samskiptum hafi jákvætt viðmót og þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum..  Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og getið unnið út ágúst.

Umsóknarfrestur til og með 25. maí 2017

Móttökuritari - SP tannréttingar


SP tannréttingar í Mjóddinni óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 23. maí 2017

Skrifstofustarf - Festa lífeyrissjóður


Festa lífeyrissjóður er tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins með tæplega 18.000 greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 8.000 lífeyrisþega. Heildareignir sjóðsins nema rúmlega 123 milljörðum króna. Sjóðurinn starfar í tveimur deildum, aldurstengdri samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum starfa 12 starfsmenn. Aðalskrifstofa sjóðsins er í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur til og með 25. maí 2017

Innkaupafulltrúi/logistics planner - Ilva


ILVA óskar eftir að ráða innkaupafulltrúa/logistics Planner á skrifstofu sína á Korputorgi.

ILVA er falleg húsgagna- og gjafavöruverslun frá Danmörku. ILVA hefur fest sig í sessi á Íslandi og er orðin þekkt meðal landsmanna er varðar gæði, verðlagningu og þjónustu. Vöruúrvalið er einstakt og er verslunin rekin í 7000m2 húsnæði á Korputorgi.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2017

Framkvæmdastjóri - Hafnareyri


Hafnareyri ehf. er 100% dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV). Félagið er alhliða þjónustufyrirtæki við sjávarútveg sem rekur frystigeymslu, ísframleiðslu, löndunarþjónustu og þjónustuverkstæði.  Velta félagsins á síðasta ári var 600 milljónir krónur og stöðugildi eru um 35.  Stærsti viðskiptavinur félagsins er VSV.  Leitað er að reyndum stjórnanda og leiðtoga sem hefur áhuga á að stýra fyrirtækinu inn í áframhaldandi uppbyggingu.

Umsóknarfrestur til og með 29. maí 2017

Verkefnastjóri í ferlastýringu - Eimskip


Eimskip leitar að verkefnastjóra til starfa í ferlastýringu sem er hluti af fjármála- og rekstrarsviði félagsins. Eitt meginhlutverk ferlastýringar er að styðja við stöðugar umbætur í rekstri fyrirtækisins og auka þannig skilvirkni. Lögð er áhersla á hagnýtingu straumlínustjórnunar með það markmið að einfalda vinnuferla og koma á sjálfvirkni þar sem við á. Verkefnastjóri í ferlastýringu sinnir umbótavinnu á meginferlum félagsins og vinnur náið með afkomu- og rekstrareiningum.

Umsóknarfrestur til og með 22. maí 2017

Skrifstofustörf - Sumarafleysing


Ertu háskólanemi í leit að sumarstarfi?   Við leitum að traustum og duglegum einstaklingum í sumarafleysingastörf á skrifstofu s.s. við móttöku, skjalavörslu, ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini og önnur skrifstofutengd verkefni.  

Umsóknarfrestur til og með 22. maí 2017

Lögfræðingur - Mannvirkjastofnun


Stofnunin leitar eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúin að takast á við krefjandi verkefni. Lögfræðisvið Mannvirkjastofnunar sinnir lögfræðilegri ráðgjöf þvert á fagsvið stofnunarinnar, sinnir m.a. túlkun laga og reglugerða, veitir umsagnir um lögfræðileg álitamál tengd málaflokkum stofnunarinnar, sinnir ráðgjöf fyrir ráðuneyti og önnur stjórnvöld og vinnur að gerð leiðbeininga og verklagsreglna vegna stjórnsýslu stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur til og með 24. maí 2017

Umsjón með gæðastjórnunarkerfi - Mannvirkjastofnun


Um er að ræða krefjandi starf á byggingasviði sem felur í sér umsjón og eftirlit með ýmsum þáttum er varða gæðastjórnunarkerfi hönnuðua, iðnmeistara og byggingastjóra og upplýsingagjöf vegna þeirra. Auk þess felur starfið í sér samskipti við skoðunarstofur, umsjón með vátryggingamálum, auk ráðgjafar og fræðslu um reglur er varða gæðastjórnunarkerfi.

Umsóknarfrestur til og með 24. maí 2017

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Deildarstjóri í verkfæradeild - BAUHAUS


BAUHAUS leitar að deildarstjóra í verkfæradeild.

Umsóknarfrestur til og með 30. maí 2017

Fulltrúi í þjónustuveri - VIRK


Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustulunduðum fulltrúa til starfa við þjónustuver á upplýsingatæknisviði VIRK. Um nýtt starf er að ræða og kemur viðkomandi til með að taka þátt í mótun á nýju þjónustuveri.

Umsóknarfrestur til og með 3. júní 2017

Læknaritari - VIRK


Við leitum að löggiltum læknaritara til starfa á mats- og þjálfunarsviði VIRK.

Umsóknarfrestur til og með 3. júní 2017

Sérfræðingur - VIRK


Við leitum að öflugum sérfræðingi með þekkingu á tölfræði og gagnavinnslu auk menntunar og reynslu sem nýtist við þróun og rannsóknir á sviði starfsendurhæfingar.

Umsóknarfrestur til og með 3. júní 2017