Störf í boði


Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Mannauðsstjóri - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar


Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan mannauðsstjóra til að leiða stefnumörkun og framkvæmd mannauðsþjónustu á velferðarsviði. Mannauðsstjóri heyrir undir sviðsstjóra velferðarsviðs og situr í yfirstjórn sviðsins.  

Umsóknarfrestur til og með 7. janúar 2019

Framkvæmdastjóri - SSH


Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál, rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni.

Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga, og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna.

Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og einstök aðildarsveitarfélög samtakanna.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál, rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni.

Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga, og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna.

Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og aðildarsveitarfélög samtakanna.

Umsóknarfrestur til og með 31. desember 2018

Framúrskarandi fagaðilar - VIRK


VIRK leitar að fagaðilum sem hafa bæði menntun og viðamikla klíníska reynslu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar.  Sérfræðingar VIRK koma að ákvörðunum í málum einstaklinga í þjónustu VIRK og þurfa að geta haldið utan um krefjandi og flókin verkefni. Þeir taka virkan þátt í þróunarvinnu og verða að sýna sveigjanleika í starfi sínu.

Umsóknarfrestur til og með 17. desember 2018

Bókhald


Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.