Störf í boði


Verkefnisstjóri á svið ferðaþjónustu og skapandi greina-Íslandsstofa


Ert þú innblásin(n) af Íslandi?

Íslandsstofa óskar eftir að ráða verkefnisstjóra á svið ferðaþjónustu og skapandi greina.

Hlutverk Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu  og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Umsóknarfrestur til og með 13. nóvember 2016

Hagfræðingur - SVÞ


SVÞ óskar að ráða hagfræðing til starfa.  Um nýtt starf er að ræða hjá samtökunum.  Starfið reynir á sjálfstæði í starfi, mikla samskiptafærni og sterka hagfærðiþekkingu.  

Umsóknarfrestur til og með 23. október 2016

Helgarstörf - Bauhaus


BAUHAUS leitar að fólki í helgarstörf

Umsóknarfrestur til og með 1. nóvember 2016

Gjaldkeri


Öflugt fyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík óskar eftir að ráða gjaldkera.

Umsóknarfrestur til og með 24. október 2016

Aðalbókari - fjármáladeild


Öflugt matvælafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða aðalbókara til starfa.

Umsóknarfrestur til og með 23. október 2016

Meiraprófsbílstjóri


Stórt og rótgróið fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra.

Umsóknarfrestur til og með 26. október 2016

Verk,- tækni,- iðnfræðingur á rafmagnssviði - Mannvirkjastofnun


Mannvirkjastofnun leitar að öflugum starfsmanni með ríka þjónustulund til að sinna starfi sérfræðings á rafmagnsöryggissviði. Starfið er faglega krefjandi og felur í sér umsjón með framkvæmd eftirlits með innri öryggisstjórnunarkerfum raforkufyrirtækja og fræðslu og kynningu á rafmagnsöryggismálum.

Umsóknarfrestur til og með 24. október 2016

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Vélahönnuður - Héðinn


Héðinn hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði og véltækni, með 120 öfluga starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu. Starfsemin skiptist í Tæknideild, Véladeild, Plötuverkstæði, Renniverkstæði og Rolls-Royce Marine þjónustu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Gjáhellu 4 í Hafnarfirði.

Umsóknarfrestur til og með 30. október 2016

Atvinnuráðgjafi - SSV


Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða atvinnuráðgjafa. 

Umsóknarfrestur til og með 24. október 2016

Lífeyrisfulltrúi


Lífeyrissjóður á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða lífeyrisfulltrúa

Umsóknarfrestur til og með 23. október 2016