Störf í boði


Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins


Samtök atvinnulífsins óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.  Leitað er að öflugum einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, forystuhæfileika og skipulögð vinnubrögð.  

Umsóknarfrestur til og með 7. september 2016

Safnleiðsögumaður


Skógasafn óskar eftir að ráða safnleiðsögumann. Starfið felst í leiðsögn ferðamannahópa um safnið og almennum skrifstofu- og safnstörfum utan háannatímans.

Umsóknarfrestur til og með 4. september 2016

SLF Markaðs- og fjáröflunarstjóri


Styrktarfélag lamaðra óskar eftir að ráða markaðs- og fjáröflunarstjóra til starfa.

Umsóknarfrestur til og með 31. ágúst 2016

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar umsóknir. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.

Hagvangur hefur flutt sig yfir í nýtt netumhverfi. Vinsamlegast athugaðu að hafir þú stofnað aðgang og lagt inn almenna umsókn fyrir 25. september síðastliðinn þarft þú nú að stofna nýjan aðgang.


Tækniteiknari


Tækniteiknari óskast til starfa hjá traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem staðsett er í Hafnarfirði.

Umsóknarfrestur til og með 7. september 2016

Forstöðumaður Listasafns ASÍ - 50% starf


Listasafn ASÍ óskar eftir að ráða forstöðumann í 50% starfshlutfall. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið mjög sjálfstætt, tekið frumkvæði og sýnt hugmyndaauðgi við að finna leiðir til að uppfylla hlutverk og tilgang Listasafns ASÍ sem best.

Umsóknarfrestur til og með 10. september 2016

Verkefnastjóri - Mímir - símennt


Mímir – símenntun auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að stýra námskeiðum, þróa ný verkefni og vera ábyrgur þátttakandi í að efla faglegt starf. Verkefnastjóri tekur þátt í samvinnu innan fyrirtækisins í samræmi við heildarstarfsemi og stefnu þess. Hann ber ábyrgð á að verkefni þau er hann annast séu unnin samkvæmt áætlun og markmiðum fyrirtækisins.

Umsóknarfrestur til og með 10. september 2016

Hagdeild ASÍ


Alþýðusamband Íslands leitar að metnaðarfullum einstaklingi með góðan skilning á umhverfi verkalýðshreyfingarinnar og brennandi áhuga á hagsmunum launafólks. 
Hagdeild ASÍ fæst m.a. við rannsóknir og ráðgjöf á sviði efnahags- og kjaramála auk úttekta og tillögugerðar vegna vinnu samtakanna að velferðar-, skatta-, atvinnu- og verðlagsmálum.

Umsóknarfrestur til og með 10. september 2016

Starfsmaður í sælkeraverslun-Vínberið


Vínberið óskar eftir að ráða starfsmann í verslun

Umsóknarfrestur til og með 4. september 2016