Störf í boði


Tæknimaður í þjónustu - VALKA


Hlutverk Völku er að hanna og framleiða hátæknilausnir fyrir vinnslu á fiski með það að markmiði að auka afköst, nákvæmni og framleiðni í samræmi við óskir viðskiptavina. Framtíð fyrirtækisins byggir á hæfu, heiðarlegur og framsæknu starfsfólki sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi.

 

Tæknimaður í þjónustu

Við leitum að öflugum starfsmönnum í þjónustuteymi fyrirtækisins í höfuðstöðvum þess að Vesturvör 29 í Kópavogi, á starfsstöð á Norðurlandi og í Noregi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og mikinn metnað fyrir vinnu við uppsetningu, þjónustu, viðgerðum og fyrirbyggjandi viðhaldi á hátæknivélbúnaði hjá viðskiptavinum fyrirtækisins bæði innan- og utanlands.

 

 

Umsóknarfrestur til og með 22. apríl 2018

Aðalbókari - Biskupsstofa


Biskupsstofa óskar eftir að ráða aðalbókara.

 

Umsóknarfrestur til og með 30. apríl 2018

Rafvirki - Framkvæmdasvið Félagsbústaða


Vegna aukinna umsvifa leitar Fasteignafélagið Félagsbústaðir nú að rafvirkja til starfa á framkvæmdasvið sitt. 

 

Umsóknarfrestur til og með 8. maí 2018

Húsvörður - í miðbæ Reykjavíkur


Húsvörður óskast til starfa í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur.   Um 50% starf er að ræða. 

Við leitum að traustum laghentum manni til að annast þetta starf af alúð og kostgæfni.  Góð vinnuaðstaða, s.s. skrifstofa og lagerhúsnæði. 

Íbúð fylgir ekki starfinu.  

 

Umsóknarfrestur til og með 22. apríl 2018

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Þjónustu- og öryggisfulltrúi - Reginn


Eitt stærsta fasteignafélag landsins, Reginn, leitar nú að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í þeirra hóp. Þau óska nú eftir að ráða þjónustu- og öryggisfulltrúa í eina stærstu fasteign þeirra – Smáralind. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum og lifandi vinnuumhverfi þar sem enginn dagur er eins.

Umsóknarfrestur til og með 29. apríl 2018

Sumarstarf - Þjónustuborð Smáralindar


Næg eru verkefnin framundan hjá Smáralindinni og leita þau því að kraftmiklu fólki til að slást í þeirra hóp. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi sumarstarf í hjarta Smáralindarinnar.  Möguleiki er fyrir hendi um áframhaldandi starf í haust.

Umsóknarfrestur til og með 25. apríl 2018

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar hjá Samiðn, Byggiðn, FIT og Grafíu - VIRK


VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Samiðn, Byggiðn, FIT og Grafíu leitar að ráðgjafa í 100% starf með starfsstöð hjá Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Umsóknarfrestur til og með 24. apríl 2018

Aðalbókari í fasteignafélag


Fasteignafélag er að styrkja hópinn sinn og leitar nú að öflugum einstaklingi til starfa á fjármálasviði fyrirtækisins. Um er að ræða nýja stöðu aðalbókara sem mun bera ábyrgð á bókhaldi fyrirtækisins. Spennandi og krefjandi verkefni eru framundan.

 

Umsóknarfrestur til og með 22. apríl 2018

Bókhald


Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.