Störf í boði


Sölu- og vörustjóri á fyrirtækjamarkaði - Skeljungur


Skeljungur leitar að öflugum sóknarmanni til starfa á fyrirtækjamarkaði til að byggja upp og viðhalda sterkum viðskiptatengslum fyrirtækisins með úrvals samstarfsmönnum.

Umsóknarfrestur til og með 22. janúar 2018

Framkvæmdastjóri eftirlits með viðskiptum á markaði - Fjármálaeftirlitið


Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Hlutverk sviðsins er að hafa eftirlit með íslenska verðbréfamarkaðnum og verðbréfasjóðum, eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði og sinna upplýsingagjöf til almennings. Sviðið hefur m.a. eftirlit með kauphöll, verðbréfamiðstöðvum, fjárfestavernd, upplýsingaskyldu útgefanda, markaðssvikum, útboðum verðbréfa, yfirtökuskyldu og staðfestir lýsingar. Þá sér sviðið um afgreiðslu erinda og ábendinga frá viðskiptavinum eftirlitsskyldra aðila og hefur eftirlit með viðskiptaháttum á fjármálamarkaði.

Umsóknarfrestur til og með 29. janúar 2018

Framkvæmdastjóri eftirlits þvert á markaði - Fjármálaeftirlitið


Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði.   Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Sviðið skiptist í tvær deildir, annars vegar lagalegt eftirlit og hins vegar deild sem hefur umsjón með vettvangsathugunum í samstarfi við önnur eftirlitssvið stofnunarinnar. Lagalegt eftirlit ber ábyrgð á ýmsum verkefnum tengdum reglubundnu eftirliti s.s. veitingu starfsleyfa, afturköllun þeirra, afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut og veitingu umsagna um samþykktir og reglur lífeyrissjóða. Auk þess aðstoðar lagalegt eftirlit önnur eftirlitssvið stofnunarinnar við úrlausn verkefna þegar reynir á túlkun laga og reglna og tekur þátt í vinnu við setningu laga, reglna og tilmæla. Vettvangsathuganir hafa það hlutverk að sannreyna upplýsingar, afla nauðsynlegrar þekkingar á starfsemi eftirlitsskyldra aðila og ganga úr skugga um fylgni við lög og reglur með afmörkuðum athugunum á starfsstöð eftirlitsskyldra aðila. Slíkar athuganir geta bæði beinst að tilteknum afmörkuðum þáttum í starfseminni sem og einstökum aðilum heildstætt.

Umsóknarfrestur til og með 29. janúar 2018

Framkvæmdastjóri eftirlits með fjármálafyrirtækjum - Fjármálaeftirlitið


Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Hlutverk sviðsins er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fjármálafyrirtækja á grundvelli gagnaskila og mat á áhættum og áhættustýringu
þessara aðila. Sviðið framkvæmir ítarlegt könnunarog matsferli (e. SREP) á fjármálafyrirtækjum þar sem viðskiptaáætlanir eru rýndar og mat lagt á áhættur er varða eiginfjár- og lausafjárstöðu. Sviðið ber ábyrgð á að setja fjármálafyrirtækjum viðeigandi varúðarkröfur og hafa eftirlit með framfylgni þeirra og annarra lögbundinna krafna.

Umsóknarfrestur til og með 29. janúar 2018

Sérfræðingur - Kerecis


Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. húðvandamálum, þrálátum sárum, munnholssárum heilabastsrofi og til enduruppbyggingar brjósta og kviðveggs. Innan Kerecis starfar öflugur hópur sérfræðinga sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun víða um heim. Yfir þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík og á Washington D.C. svæðinu.

Umsóknarfrestur til og með 31. janúar 2018

Launasérfræðingur - Reykjavík Excursions-Kynnisferðir


Kynnisferðir leitar að öflugum liðsmanni í spennandi og krefjandi starf launasérfræðings.

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða innanlands, rekstri bílaleigu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.

Umsóknarfrestur til og með 21. janúar 2018

Iðnaðarmenn / húsvörður - Reginn


Mörg verkefni eru framundan á nýju ári hjá einu stærsta fasteignafélagi landsins. Við leitum því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2018

Umsjón fasteigna - Reginn


Mörg verkefni eru framundan á nýju ári hjá einu stærsta fasteignafélagi landsins. Við leitum því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2018

Starfsmaður á þjónustuborð - Smáralind


Mörg verkefni eru framundan á nýju ári hjá Smáralindinni. Við leitum því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2018

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


VIRK - Bókhaldsfulltrúi


Óskum eftir að ráða bókhaldsfulltrúa sem sér um bókun reikninga, afstemmingar og önnur bókhaldsstörf á fjármálasviði VIRK.

Umsóknarfrestur til og með 25. janúar 2018

VIRK - Atvinnulífstengill


Óskum eftir að ráða fjölhæfan, líflegan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnulífstengils. Megináherslur í verkefnum atvinnulífstengils er að virkja fyrirtæki og stofnanir atvinnulífsins til að taka ríkan þátt í starfsendurhæfingu og auðvelda þannig endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys.

Umsóknarfrestur til og með 25. janúar 2018

VIRK - Reyndir sálfræðingar eða sjúkraþjálfarar óskast


Störfin henta mjög vel fyrir reynda sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem vilja færa sig úr framlínunni og nýta starfskrafta sína í þágu þverfaglegrar teymisvinnu.
 

Umsóknarfrestur til og með 25. janúar 2018

Ráðgjafi VR á sviði starfsendurhæfingar


VR í samstarfi við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð leitar að ráðgjafa til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Hlutverk ráðgjafa er að halda utan um starfsendurhæfingu einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar sjúkdóma eða slysa.

Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Hjá VR eru í dag níu starfandi ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar.

Umsóknarfrestur til og með 21. janúar 2018

Verkstjóri - Ora


ORA óskar eftir öflugum og áreiðanlegum verkstjóra til starfa.

Umsóknarfrestur til og með 21. janúar 2018

Forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands


Markaðsstofa Vesturlands óskar eftir að ráða forstöðumann

Markaðsstofa Vesturlands er hlutafélag í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en hlutverk hennar er að kynna og markaðssetja Vesturland fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Starfsmenn Markaðsstofu Vesturlands eru þrír talsins og skrifstofa hennar er í Borgarnesi. Forstöðumaður starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.

Umsóknarfrestur til og með 18. janúar 2018