Störf í boði


Verkefnastjóri


Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í miklum vexti leitar að starfsmanni í 50% starf.

Umsóknarfrestur til og með 6. apríl 2017

Skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs - Reykjavíkurborg


Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu, eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga við þriðja aðila. Framkvæmd velferðarþjónustu fer fram á fimm  þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar og hjá Barnavernd Reykjavíkur.

Á velferðarsviði starfa um 2.500 starfsmenn á um 100 starfseiningum í borginni, sem margar veita þjónustu allan sólarhringinn. Velferðarsvið þjónustar um 20.000 einstaklinga á ári og eru áætluð útgjöld sviðsins um 26 milljarðar á árinu 2017.

Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd.

Nánari upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs má sjá á vef sviðsins; www.velferdarsvid.is

Umsóknarfrestur til og með 16. apríl 2017

Söluráðgjafi - Fastus


Vegna aukinna verkefna óskar Fastus ehf eftir að ráða söluráðgjafa á fyrirtækjasvið. Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf til viðskiptavina sem eru m.a. stóreldhús, mötuneyti, veitingahús og hótel. Í boði er áhugavert framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki sem er vaxandi á sínum markaði.

Umsóknarfrestur til og með 3. apríl 2017

Framkvæmdastjóri framleiðslu


Ögrandi verkefni !  

Við leitum að framleiðslustjóra til að leiða kröftugt framleiðslufyrirtæki inn í nýja tíma.  Leitað er að aðila með verkfræðimenntun.  Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við margvíslegar breytingar í hröðu og fjölbreyttu umhverfi.  Árangursrík, lágmarks 3ja ára starfsreynsla úr sambærilegu starfi er besti kosturinn.  

Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir - katrin@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til og með 2. apríl 2017

Verkefnastjóri - Eimskip


Eimskip leitar að öflugum verkefnastjóra til  að stýra verkefnum í tengslum við þjónustu birgja á sviði upplýsingatækniþjónustu. Verkefnið snýr að starfstöðvum Eimskips á Íslandi og erlendis.

Umsóknarfrestur til og með 2. apríl 2017

Sölumaður


Traust fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að öflugum sölumanni á vinnufatnaði og rekstrarvörum.

Umsóknarfrestur til og með 3. apríl 2017

Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.


Sölumaður á matvælamarkaði


Öflugt markaðs- og framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir að ráða sölumann.

Umsóknarfrestur til og með 9. apríl 2017