Almenn umsókn


Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Hægt er að fylgjast með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður. Eins má þar breyta upplýsingum og skipta út fylgigögnum.

Með skráningunni heimilar umsækjandi Hagvangi að skrá upplýsingarnar í tölvu og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra. Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu sannar og réttar og settar fram samkvæmt bestu vitund. 

Hagvangur varðveitir umsóknir í samræmi við áskilnað laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og svo lengi sem málefnalegar ástæður standa til þess að gögnin séu varðveitt. Hagvangur mun ekki eyða upplýsingum sem einstaklingar hafa skráð inn vegna starfsumsókn nema viðkomandi einstaklingur óski sérstaklega eftir því.

Viljir þú gera hlé á atvinnuleit þarft þú að gera umsókn þína óvirka.

Hagvangur ábyrgist að farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.