Forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands


Markaðsstofa Vesturlands óskar eftir að ráða forstöðumann

Markaðsstofa Vesturlands er hlutafélag í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en hlutverk hennar er að kynna og markaðssetja Vesturland fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Starfsmenn Markaðsstofu Vesturlands eru þrír talsins og skrifstofa hennar er í Borgarnesi. Forstöðumaður starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.

Starfssvið
• Ábyrgð á rekstri Markaðsstofu Vesturlands
• Ábyrgð á samræmingu markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu á Vesturlandi
• Vinna að markaðssetningu og vöruþróun í ferðaþjónustu á Vesturlandi
• Samskipti við ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög og opinberar stofnanir
• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og stefnumótun er kostur
• Þekking á ferðaþjónustu og mannlífi, menningu og náttúrufari á Vesturlandi er kostur
• Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
• Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Góð tölvukunnátta, þekking á samskiptamiðlum og markaðssetningu á netinu

 

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is. 

Umsóknarfrestur til og með 18. janúar 2018