Starfsmaður á þjónustuborð - Smáralind


Mörg verkefni eru framundan á nýju ári hjá Smáralindinni. Við leitum því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Verksvið:

  • Framkvæmd daglegra verkefna við rekstur þjónustuborðs
  • Samskipti við leigutaka og gesti
  • Sala gjafakorta og uppgjör
  • Símavarsla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Lágmarksaldur 21 árs
  • Reynsla af þjónustustörfum skilyrði
  • Jákvætt viðmót og þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Upplýsingar veita:
Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2018