Umsjón fasteigna - Reginn


Mörg verkefni eru framundan á nýju ári hjá einu stærsta fasteignafélagi landsins. Við leitum því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Verksvið:

  • Umsjón og stýring á daglegum rekstri stærstu eigna félagsins m.a. öryggisgæslu, ræstingu, húsvörslu og viðhaldi
  • Starfsmannahald, skipulag vakta og mönnun þeirra
  • Samskipti við leigutaka, þjónustu- og eftirlitsaðila
  • Umsjón og eftirlit með þjónustusamningum og viðhaldi
  • Þátttaka í gerð rekstrar- og viðhaldsáætlana og eftirfylgni þeirra

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun æskileg þó ekki nauðsynleg
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Jákvætt viðmót og þjónustulund

Upplýsingar veita:
Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 120 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 322 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands.

Umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2018