Verkstjóri - Ora


ORA óskar eftir öflugum og áreiðanlegum verkstjóra til starfa.

Starfssvið:

 • Umsjón með framleiðslu
 • Verkstjórn yfir 25-30 starfsmönnum
 • Áætlanagerð og skipulagsvinna
 • Umbótarvinna og aðkoma að gæðamálum
 • Eftirlit og mælingar
 • Framleiðsluskráningar

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða reynsla á matvælasviði nauðsynleg
 • Reynsla af verkstjórn
 • Reynsla úr framleiðslufyrirtæki æskileg
 • Reynsla af því að vinna eftir gæðastöðlum kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslensku- og enskukunnátta

Hjá fyrirtækinu starfa um 40 starfsmenn og umboðsaðilar eru um allt land. Framleiðsla fyrirtækisins er fjölbreytt bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Húsakynni  ORA eru um 5000 fermetrar að flatarmáli og öll vinnsla fer fram í fullkomnum vinnslusölum sem standast fyllstu gæða- og hreinlætiskröfur. Unnið er eftir alþjóðlegum gæðastöðlum og er ORA með BRC vottun.

 

Upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til og með 21. janúar 2018